Forvarnarspeglun
Einkennalausir einstaklingar 50 ára og eldri geta bókað tíma í ristilspeglun til forvarnar hjá Miðstöð Meltingarlækninga.
- Fylla þarf út formið og í kjölfarið verður haft samband.
- Hringja í síma 535 6800
Ef einhver einkenni eru til staðar; svo sem blóð með hægðum, kviðverkir eða breytingar á hægðum þarf að berast tilvísun frá heimilislækni.
Tilvísanir eru flokkaðar eftir forgangi af læknum Miðstöð Meltingarlækninga.